Vetrarfrí 22. og 23. febrúar

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur.  Nemendur mæti aftur í skóla- og frístundastarf miðvikudaginn 24. febrúar.

Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Hægt er að kynna sér allt sem í boði er fyrir börn og fullorðna á vefnum Vetrarleikir í Reykjavík – sem einnig er á ensku.

Njótið vetrarfrísins!