Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

 

Í dag fór undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fram í skólanum. Tíu nemendur úr 7. bekk öttu kappi og fluttu þeir bæði textabrot og ljóð að eigin vali. Allir stóðu þeir sig með prýði og óskum við þeim til hamingju með frábæra frammistöðu. Tveir nemendur voru valdir til að keppa í hverfiskeppninni sem og einn varamaður. Fyrir valinu urðu Ástrós Eva Einarsdóttir, Jóhanna Kristín Dúadóttir og Darri Hilmarsson (varamaður).  Stóra upplestrarkeppnin verður haldin þann 23. mars í Grensáskirkju.