Skip to content

Tækjabúnaður skólans stóraukist

Stafræn gróska er umfangsmikið verkefni sem stendur yfir skólaárin 2021-2023 og snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu stafrænnar hæfni og markvissri, ábyrgri og framsækinni notkun tækni í skóla- og frístundastarfi í borginni. Þetta gerir það að verkum að árið 2023 eiga allir nemendur 5.-10. bekkjar að vera komnir með sitt eigið námstæki.
Síðustu mánuði hefur tækjabúnaður skólans því stóraukist og eru nú nemendur í 7.-10. bekk komnir með tæki. Um er að ræða Chromebook fartölvur með Chromium OS stýrikerfinu sem eingöngu er hægt er að skrá sig inn á með Google notandaaðgangi (@gskolar.is). Chromebook vinnur í skýjaþjónustu Google sem er sérsniðin að skólaumhverfinu.  Margar nytsamlegar upplýsingar hafa verið settar inn á vefsíðuna reykjavik.is/gskolar og hvetjum við ykkur til að kíkja á hana. Þar má t.d. þessa kynningu fyrir foreldra um Google skólaumhverfið.
Kennarar og nemendur eru að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessari viðbót í námi og starfi.