Sverrir Kolbeinsson minningarorð

Sverrir Kolbeinsson fyrsti yfirkennari Álftamýrarskóla er látinn. Hann starfaði við skólann í rúmlega 30 ár.
Á fyrstu starfsárunum var Álftamýrarskóli þrísetinn, nemendur rúmlega 1000 og í mörg horn að líta fyrir yfirkennarann. Sverrir var vakinn og sofinn yfir öllu sem viðkom skólanum og skólastarfinu. Hann var ætíð til staðar fyrir starfsmenn og nemendur og hafði einstaklega góða yfirsýn yfir allan nemendahópinn. Starfsmenn skólans, nemendur og foreldrar eiga margar góðar minningar frá  samvinnu og samskiptum við Sverri.
Að loknu farsælu starfi við Álftamýrarskóla  starfaði Sverrir sem námsráðgjafi við Hvassaleitisskóla í nokkur ár.
Sverri Kolbeinssyni eru þökkuð góð og ósérhlífin störf fyrir Álftamýrarskóla.