Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Álftamýrarskóli var svo lánsamur að hljóta styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að auknum áhuga á forritun og tækni meðal barna og unglinga. Í ár styrkti sjóðurinn 24 skóla um sem nam tæpum 5 milljónum króna.
Álftamýrarskóli hlaut styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð 150.000 kr. Styrkurinn var nýttur til kaupa á forritanlegum músum sem henta yngsta stiginu vel og Sphero Bolt kúlum sem henta miðstiginu vel. Þetta eru fyrstu forritunartækin sem skólinn eignast og því er ljóst að styrkurinn kemur að góðum notum. Við þökkum Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn og hlökkum til að hefjast handa og nýta tækin.