Skip to content

Tilfærsluáætlun

Í 17. grein Reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010  segir: „Þegar nemandi nýtur sérúrræða, skv. ákvæðum þessa kafla, skulu kennarar, og aðrir fagaðilar ásamt nemandanum og foreldrum hans, taka þátt í mótun og gerð tilfærsluáætlunar sem byggir á einstaklingsáætlun og öðrum gögnum og skal miða við að undirbúningur hennar hefjist í 9. bekk. Í áætluninni skulu vera upplýsingar um skólagöngu nemandans, núverandi aðstæður og stöðu og áform hans um frekara nám. Ennfremur aðrar upplýsingar vegna fyrirhugaðs náms hans við hæfi í framhaldsskóla og síðarfyrir þátttöku í atvinnulífi.“

Áfram verkefnið er samstarfsverkefni Álftamýrarskóla, Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar. Markmið verkefnisins er að tryggja sem best að flutningur nemenda, sem notið hafa sérstaks stuðnings í Álftamýrarskóla, yfir í framhaldsskólann verði sem árangursríkastur.

Leiðarljós verkefnisins er að koma til móts við þarfir einstaklings hverju sinni og stuðla að því að honum takist að fóta sig á nýjum vettvangi og ná markmiðum sínum. Nemendur eru undirbúnir sérstaklega fyrir skólaskiptin og er fylgt eftir fyrsta árið í framhaldsskólanum. Nemendum er veitt ráðgjöf og stuðningur sem viðheldur virkni í námi og daglegu lífi. Foreldrar nemandans eiga jafnframt kost á stuðningi og ráðgjöf.