Stóra upplestrarkeppnin

Þann 19. maí var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Grensáskirkju. Arnþrúður Karen Viktorsdóttir og Gunnar Þór Davíðsson fóru fyrir hönd Háaleitisskóla Álftamýri og stóðu sig með glæsibrag. Hekla Bjartur Haraldsdóttir var varamaður. Keppnin var með öðru sniði í ár þar sem engir áheyrendur voru leyfðir fyrir utan dómara, kennara og varamenn. Það var því fámennt en góðmennt í salnum. Keppnin var hnífjöfn en Addú okkar í 7.SiS hreppti 3. sætið og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.

Myndir:https://photos.app.goo.gl/iUxAZKLkkXNmBPAZ9