Við Álftamýrarskóla starfa nemendaverndarráð. Í nemendavernda­rráði sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, náms- og starfsráðgjafi, deildarstjóri sérkennslu, skólahjúkrunarfræðingar og fulltrúar þjónustumiðstöðvar hverfisins. Ráðið fundar aðra hverja viku.

Hlutverk nemendaverndarráðs snýr að velferðarmálum nemenda og fjallar ráðið um mál einstakra nemenda eða nemendahópa sem ekki hefur tekist að leysa eftir hefðbundnum verkferlum innan skólans. Nemendaverndarráði er einnig ætlað að stuðla að jákvæðu námsumhverfi fyrir nemendur og huga að alhliða velferð þeirra.

Nemendaverndarráð starfar samkvæmt Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010. Á fundum ráðsins er farið yfir þau mál sem vísað er til  þess eða eru í vinnslu innan skólans. Ávallt skal upplýsa foreldra um að máli barna þeirra sé formlega vísað til nemendaverndarráðs. Farið er með allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál. Ákvörðun um forgangsröðun mála er tekin af nemendaverndarráði skólans.