Skip to content

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi Álftamýraskóla er Hildur Ýr Gísladóttir.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörðum um velferð nemenda, styðja þá og liðssinna í málum sem snerta m.a. nám og námstækni, samskipti, líðan, framhaldsnám og við starfsval. Náms- og starfsráðgjafi er í nánu samstarfi við allt starfsfólk skólans, foreldra og fulltrúa úr nærsamfélaginu. Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu nema ef upplýsingar sem fram koma í vinnu með nemandanum brjóti í bága við landslög.Þar fyrir utan eru helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa:

  • Náms- og starfsráðgjafi styður nemendur og fjölskyldur þeirra við að finna lausn ýmissa vandamála sem upp geta komið.
  • Náms- og starfsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður.
  • Náms- og starfsráðgjafi reynir að stuðla að því að öllum nemendum líði sem best í skólanum og að þeir nái sem bestum námsárangri.
  • Náms- og starfsráðgjafi vinnur að því að auka félagsþroska og samstarfshæfni nemenda.
  • Náms- og starfsráðgjafi vinnur að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum, í samvinnu við skólastjórnendur og aðra starfsmenn.
  • Náms- og starfsráðgjafi vinnur með kennurum og stjórnendum að lífsleikni- og forvarnarmálum.
  • Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nýja nemendur í skólanum.
  • Náms- og starfsráðgjafi veitir bæði persónulega ráðgjöf og hópráðgjöf.

Það er hægt að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa með því að hringja, senda tölvupóst eða koma og panta tíma. Nemendum koma ýmist að eigin frumkvæði eða fyrir milligöngu kennara, annarra starfsmanna eða foreldra. Náms- og starfsráðgjafi gefur árlega út kynningarbækling til nýrra nemenda í skólanum. Einnig er sérstakt svæði á heimasíðu skólans tileinkað náms- og starfsráðgjöf en þar er að finna ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar til nemenda og foreldra.

Hildur Ýr Gísladóttir, hildur.yr.gisladottir@rvkskolar.is sími: 4117340.