Í Álftamýrarskóla er rúmlega fjórði hver nemandi af erlendum uppruna. Tvítyngdir nemendur eru um 150 talsins talsins, þeir eiga yfir 20 móðurmál og koma frá a.m.k. 30 löndum.
Í Álftamýrarskóla er bæði alþjóðlegur hópur starfsfólks og nemenda. Starfsfólk og nemendur skólans eru stolt af fjölbreytileika nemenda- og starfsmannahópsins og það er verkefni allra sem í skólanum starfa að styðja þessa nemendur.
Í skólanum er unnið að því að þróa verklag við móttöku nýrra nemenda af erlendum uppruna. Markmiðið er að gefa þessum nemendum sem bestan grunn í tungumálinu og íslenskri menningu svo þeir geti betur tekist á við grunnskólanám og orðið virkir þátttakendur í íslensku þjóðfélagi.
Markmið mótttökuverkefnis er að:
- Veita erlendum nemendum grunn í íslensku til að geta tjáð sig, skilið námsefnið og aðlagast sem fyrst starfinu í bekknum sínum.
- Hjálpa þeim að öðlast skilning á íslensku umhverfi, menningu og samfélagi.
- Fylgjast með líðan nemenda og hjálpa þeim að finna jafnvægi milli tveggja menningarheima
- Skapa traust samband milli skóla og foreldra.
Útfærsla mótttökuverkefnis fyrir erlenda nemendur 6-10 bekkjar:
Unnið er skv. ákveðnu verklagi með þeim nemendum sem eru nýfluttir eru til landsins. Veitt er byrjendakennsla í fámennum hópi, daglega. Þess á milli eru nemendur í sínum bekkjum. Próf verða lögð fyrir í desember, þar sem lagt verður mat á getu nemenda til að takast á við nám í almennum bekk.
Þeir nemendur sem lengra eru komnir fá sérkennslu í íslensku eftir þörfum.
Auk þess verður nemendum sem nýfluttir eru til landsins boðið að fara einu sinni í mánuði í vettvangsferð til að kynnast skemmtilegum hliðum á því að búa á Íslandi. Dæmi um slíkar ferðir eru ferðir í Þjóðminjasafnið, Hafnarhúsið, RÚV, Árbæjarsafn, Omnon, KSÍ, Sjóminjasafnið, Hallgrímskirkju, Tónabær, Bókasafn Reykjavíkur, Brauð & Co og Húsdýragarðurinn. Nemendur læra orðaforða í tengslum við vettvangsferðirnar.
Útfærsla mótttökuverkefnis fyrir foreldra erlenda nemenda 6-10 bekkjar:
Haldnir eru, eftir þörfum, sérstakir upplýsingafundir fyrir foreldra, með þjónustu túlka. Ennfremur eru foreldrar hvattir til að læra íslensku.
Mótttökuverkefnið og allir nemendur 6-10 bekkjar:
Við bjóðum nemendum við skólann að aðstoða okkur við að taka vel á móti erlendum nýnemum. Þeir nemendur, sem taka þátt í verkefninu, hjálpa erlendu nemendunum að rata í skólanum, að vera með í frímínútum og jafnvel skipuleggja eina samverustund eftir skóla.
Í Móttökuáætlun Álftamýrarskóla er gerð sérstök grein fyrir móttöku nemenda af erlendum uppruna, samskiptum skólans við foreldra þeirra og aðkomu Foreldrafélags skólans að fræðslu og þátttöku foreldra þeirra í foreldrastarfi í skólanum.
Nemendum af erlendum uppruna og foreldrum þeirra stendur til boða að nýta þjónustu túlks í viðtölum við starfsmenn skólans. Óskir um túlkaþjónustu þurfa að berast til aðstoðarskólastjóraog /eða umsjónarkennara.
Fabienne Chantal Soule stýrir móttöku og aðlögun nýrra, erlendra nemenda á mið- og unglingastigi