Skip to content

Starfsdagur á mánudaginn

Mánudaginn 10. maí verður starfsdagur í skólanum vegna Menntastefnumóts Reykjavíkurborgar. Um er að ræða uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019.

Kennsla í næstu viku verður því á þriðjudag, miðvikudag og föstudag, en athugið að fimmtudaginn 13. maí er uppstigningardagur og því ekki skóli þann daginn.