
Velkomin á heimasíðu
Álftamýrarskóla
Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 60 starfsmenn.
Í Álftamýrarskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun.
Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn nemandi fái nám við sitt hæfi.
Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra en það samstarf er lykillinn að farsælu skólastarfi og velgengni nemenda.
Við byggjum uppeldisstefnu okkar á uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar en hægt er að finna nánari upplýsingar um hana hér á heimasíðunni.
Stjórnendur skólans
Skólastjóri er Hanna Guðbjörg Birgisdóttir.
Aðstoðarskólastjóri er Guðni Kjartansson.
Deildarstjórar stoðþjónustu eru Svanhildur Einarsdóttir.