Skólasetning

Nú er komið að skólabyrjun og enn setur Covid okkur ákveðnar skorður. Við viljum fara mjög varlega á fyrstu vikunum og gera allt sem við getum til þess að forðast smit og sóttkví.

Til þess að gæta vel að okkur öllum ætlum við að hafa skólasetninguna án foreldra að þessu sinni en vonum að við getum boðið ykkur til fundar fljótlega. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingapakka með gagnlegum skilaboðum sem við hvetjum ykkur til þess að lesa en nemendur í 2.-10. bekk mæta einir á skólasetninguna.

Nýir nemendur í 2.-10. bekk verða boðaðir sérsaklega til viðtals við umsjónarkennara.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir með foreldrum sínum til viðtals við umsjónarkennara. Umsjónarkennarar hafa samband við foreldra símleiðis á næstu dögum en viðtölin verða á mánudag og þriðjudag. Nemendur í 1. bekk mæta svo skv. stundaskrá á miðvikudaginn 25. ágúst.

Skólasetning 23. ágúst

 • 2.-4. bekkur kl. 10:00-10:40
 • 5.-7. bekkur kl. 10:30-11:30
 • 8.-10. bekkur kl. 12:30-13:10

Á skólasetningunni eiga nemendur samverustund með umsjónarkennaranum sínum og bekkjafélögum, farið verður yfir stundatöfluna, áherslur og markmið vetrarins og aðrar gagnlegar upplýsingar.

Skólinn hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur í 1. bekk mæta skv. stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Umsjónarkennarar:

 • 1. bekkur, Rut Hendriksdóttir og Dagný Rut Pétursdóttir
 • 2. bekkur, Geirlaug Ottósdóttir og Árdís Hulda Stefánsdóttir
 • 3. bekkur, Gróa Margrét Finnsdóttir og Gyða Lóa Ólafsdóttir
 • 4. bekkur, Sigrún Ósk Gunnarsdóttir og Þórunn Kjartansdóttir
 • 5. bekkur, Guðrún Ása Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ragnheiður Hauksdóttir
 • 6. bekkur, Sigurborg Sturludóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir
 • 7. bekkur, Halldóra Rósa Björnsdóttir og Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir
 • 8. bekkur, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir og Jónas Hróar Jónsson
 • 9. bekkur, Elín Hilmarsdóttir og Brimrún Höskuldsdóttir
 • 10. bekkur, Kjartan Haraldsson og Ragna Rögnvaldsdóttir

Ef foreldar telja þörf á því að hafa beint samband við umsjónarkennara þá eru þeir hvattir til þess að, annað hvort hringja í skólann eða senda þeim tölvupóst.

Hlökkum til samstarfsins í vetur.