Skip to content

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning þann 22. ágúst

Skólasetning Álftamýrarskóla verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta með foreldrum/forsjáraðilum sínum á sal skólans sem hér segir:

  • 2. bekkur kl. 9:00
  • 3. bekkur kl. 9:30
  • 4. bekkur kl. 10:00
  • 5. bekkur kl. 10:30
  • 6. bekkur kl. 11:00
  • 7. bekkur kl. 11:30
  • Unglingadeild kl. 13:00

Nemendur og foreldrar/forsjáraðilar mæta á sal á tilsettum tíma og fara svo með umsjónarkennurum í bekkjastofur. Umsjónarkennarar árganga kynna skólastarfið og áherslur vetrarins fyrir foreldrum/forsjáraðilum og á meðan fá nemendur leikstund á skólalóð undir leiðsögn list- og verkgreinakennara og stuðningsfulltrúa.

Skóli hefst hjá 2.-10. bekk skv. stundaskrá þann 23. ágúst kl. 08:30. Hafragrautur í boði skólans frá kl. 8:10 alla daga. Anddyri við aðalinngang opnar alla daga kl. 7:45.

Umsjónarkennarar í 1. bekk munu hafa samband við foreldra/forsjáraðila og boða þá til viðtals ásamt nemendum. Viðtölin verða 22. og 23. ágúst og skóli hefst skv. stundaskrá hjá 1. bekk þann 24. ágúst.

Við hlökkum til að sjá ykkur!