Skip to content

Skólapenninn: Út að leika valið

 

Álftamýrarskóli kynnir hér með nýjan fréttalið sem ber heitið Skólapenninn. Þar taka nemendurnir við hlutverki fréttamanna og skrifa fregnir úr skólastarfinu.

Nemendur í valinu Út að leika hefja leikinn.

Helgi: Ég valdi út að leika valið vegna þess að Guðrún Jóna er með valið og að ég var í því í fyrra. Þetta val leyfir nemendum að upplifa skólann á allt annan hátt, þetta er í raun hálfgerð lífsleikni. Nemendur mæta spenntir í skólann þegar þeir finna fyrir tilbreytingu í skólanum og tel ég því mikilvægt að valið haldi áfram næstu ár. Ég sé jafnframt fyrir mér að þetta verði gert þó það sé ekki í formi vals eða hringekju.

Gunnar: Ég valdi úti að leika valið vegna þess að mér fannst það skemmtilegt í fyrra. Þann 7. september fórum við hópurinn í út að leika valinu í hesthús. Þetta hesthús er staðsett í Víðidal. Við fengum að sækja hesta úr girðingu og við fórum með þó upp í annað gerði sem var staðsett aðeins ofar í dalnum. Við fengum þrjá hesta sem við skírðum Mr. Boss, Alfreð og ónefndur. Þessir hestar stóðu sig vel og hið sama á við um okkur. Þetta var ofsalega skemmtileg upplifun sem maður mun muna eftir svo árum skiptir. Veðrið þennan daginn var með besta móti og var sól og hlýtt allan daginn. Hitinn náði allt upp í 18 stig. Við fórum viku eftir það eða á miðvikudaginn 14. september í golf. Við tókum strætó nær alla leiðina en við lentum í smá óhappi. Við gleymdum að stoppa á leiðinni og þurftum þar að leiðandi að ganga í tuttugu mínútur upp í bása. Þennan daginn var mikið spilað golf og sögur fara af því að við höfðum sem hópur slúttað 1600 boltum í heildina.Við vorum mjög heppin með veður og var sól allan daginn. Hitinn var ekki sá hæsti eða náði aðeins rétt upp í 13 stig.

Telma: Ég valdi þetta val útaf Guðrún er uppáhalds kennarinn minn og ég heyrði mjög góða hluti um þetta val í fyrra. Það er mikilvægt að læra annað en bara í bókum. 7september fórum við í hesthúsið í Víðidalnum, það var mjög gaman. Ég og Eliza vorum að hjálpa krökkunum á hestbaki útaf við kunnum á hesta það var mjög gaman að fá að sýna krökkunum og Guðrúnu hvað mér finnst mjög gaman að gera. 14. september fórum við í gólf í bása hjá golfklúbbi Reykjavíkur, það var líka mjög gaman en svo föttuðum við að við gleymdum að stoppa þannig við þurfum að labba smá spöl en það var bara fjör. Það var mjög gaman í gólfinu sjálfu ég lærði að skjóta kúlu sem er mjög erfitt.

Markús: Ég valdi þetta val vegna þess að mér fannst það skemmtilegt þegar ég valdi það fyrir tveimur árum. 7. september fórum við í hesthús í Víðidal. Við fengum að fara á hestbak, ég fór ekki, en það var skemmtilegt að fara. Viku seinna eða 14. september fórum við í golf í Grafarholti. Við misstum af stoppustöðinni við golfvöllinn og þurftum að labba smá spöl. Það gekk vel í golfi og við skemmtum okkur mikið.

Eliza: Ég valdi þetta val því besti kennarinn er með það, og það er mjög gaman í því. Ég er að velja þetta val í annað sinn því þetta er svo gaman. Mér finnst gaman að breyta aðeins til og læra öðruvísi en í bókum. 

Addú: Ég valdi þetta val vegna þess að ég var í því í níunda bekk og fannst það mjög skemmtilegt og hafa mikið af áhugaverðum stöðum á dagskránni og hluti til þess að gera.  Þetta val er mikilvægt vegna þess að það er hægt að læra marga nýja hluti t.d golf og hestamennsku og því förum við oftast út að hreyfa okkur og skemmta okkur. 7. september fórum við í reiðskóla Reykjavíkur til að fara á hestbak, þrífa hestana og margt fleira.

Kristófer: Ég valdi út að leika  því að það er öðruvísi en flest önnur völ. 7.september fórum við í ferð upp í Víðidal og fórum á hestbak það var gaman. 14.september fórum við í golf það var gaman.   

Jóhanna: Ég valdi þetta val vegna þess að það hljómaði skemmtilega. 7. september fórum við á hestbak. 14. september fórum við í gólf í bása og ég skaut yfir 250 kúlum. 

Kristján: Gaman. Við fórum í golf og í hesthús.

Lilja: Ég valdi þetta val af því að bróðir minn sagði mér að gera það, og út af því að það er gaman að fara út fyrir skólann og að gera eitthvað annað en að læra.