Skip to content

Skólapenninn: Skólaslit 2

Í fréttaliðnum Skólapenninn taka nemendurnir við hlutverki fréttamanna og skrifa fregnir úr skólastarfinu. Í þetta skiptið eru það nemendur úr 6.IR.
Fréttamenn: Jóhanna, Agnes og Tinna. 

Skólaslit 2 dauðviðvörun

Við í 6.IR tókum þátt í keppni hjá Ævari vísindamanni sem var þannig að maður sendi inn hvað maður myndi gera ef hópur uppvakninga myndi koma inn í stofuna. Verðlaunin eru bekkjarsett af blýöntum merktum Skólaslit 2: Dauð viðvörun. Við fengum póst frá Ævari og fengum að vita að við unnum og við erum mjög stolt af því. Við hlustuðum á Skólaslit 2 allan október og okkur fannst það mjög skemmtilegt. Í fyrra hlustuðum við líka á Skólaslit 1 og það var líka gaman. Þá var ekki svona keppni. Við erum mjög spennt að fá blýantana.

Setningarnar sem við völdum:

 1. Að drepa zombíið eða bara hlaupa í burtu, eða taka reglustiku og berja zombíið.
 2. Kasta stólum og húsgögnum í uppvakningana.
 3. Að hlaupa eða lemja hann/þá.
 4. Segja öllum í bekknum að fara út um hina hurðina því það eru tvær hurðir, fara niður í kjallara og fela sig þar, því þar finnur uppvakningurinn okkur ekki.
 5. Læsa stofunni og taka vatnsbrúsann með, fara inn á klósettið og læsa þar og brjóta gluggann með vatnsbrúsanum.
 6. Segja stopp kæri vinur.
 7. Brjóta gluggann og hoppa niður.
 8. Fara í næstu stofu.
 9. Lokka hann til að læsa sig inn á klósetti. Við náum í pönnu í heimilisfræði stofunni á meðan. Svo sláum við hann með henni.
 10. Fara í feluleik og meðan hann væri að telja þá felum við okkur!
 11. Fara í textílstofuna og ná í nál og tvinna og sauma uppvakningana saman.

Hér má finna vefsíðu Skólaslita.