Öskudagur 17. febrúar

Skv. skóladagatali Álftamýrarskóla 2020-2021 er öskudagurinn 17. febrúar „skertur dagur“ þ.e. skólinn hefst samkvæmt stundaskrá kl. 8:30 og honum lýkur kl. 10:40 hjá eldri nemendum (5.-7. bekkur og unglingar) og 11:20 hjá þeim yngri (1.-4. bekkur).

Nemendur koma í búningum í skólann eða hafa þá með sér kl. 8:30.

Mikilvægt er að nemendur séu klæddir eftir veðri og með útiföt.

1.-4. bekkur kl. 8:30 – 11:20 (þ.e. þeir sem ekki fara í Álftabæ).

Þau börn í 1.-4. bekk sem skráð eru í Álftabæ þennan dag fá hádegismat í skólanum og fara svo í Álftabæ kl. 12:00.

Þurfa bara að koma með nesti og föt, ekkert skóladót!

Nemendur sem fara í Álftabæ verða að hafa með sér útiföt!

5.-7. bekkur kl. 8:30 – 10:40.

Unglingadeildin kl. 8:30 – 10:40.

ATH! Vetrarleyfi verður í grunnskólum Reykjavíkur mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar og verður skólinn lokaður þá daga.