Nemendaráð
Nemendaráð Álftamýrarskóla kallast opið nemendaráð. Þar getur hver sem er úr þeim árgöngum sem á við tekið þátt. Í byrjun skólaárs er auglýstur fundartími og þeir sem hafa áhuga geta mætt. Kosningar fara fram á lýðræðislegan hátt. Nemendaráð fundar reglulega eða að jafna að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Markmið ráðsins er að vinna að félags- og velferðarmálum nemenda og öðru sem viðkemur málefnum nemendum skólans. Að lokum situr einn fulltrúi úr nemendaráði í skólaráði Álftamýrarskóla.
Reglur um nemendaráð Álftamýrarskóla
- Markmið nemendaráðsins er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Meðal annars að jafnréttismálum, matarmálum, húsnæði og umhverfismálum.
- Þess að vænst að nemendaráðsfulltrúar séu fyrirmyndir annara nemenda og séu tilbúnir að vinna í þágu þeirra.
- Nemendaráðsfulltrúar bera upp mál til umfjöllunar á fundum ráðsins og bregðast við öllum málum sem borin eru upp.
- Verði nemendaráðsfulltrúar uppvísir af ósæmilegri hegðun á fundum eða utan þeirra geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði.
- Nemendaráð reynir að skiptast á að stjórna fundunum og skipar ritara.
Umsjónarmaður ráðsins
Arna Rún Ómarsdóttir, kennari við skólann í samráði við skólastjórnendur.