Nemandi skólans vann Stóru upplestrarkeppnina

 

Í gær, þriðjudaginn 23. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin með pomp og prakt þar sem nemendur skólanna úr hverfinu öttu kappi. Fulltrúar skólans voru þær Ástrós Eva og Jóhanna Kristín. Stóðu þær sig báðar með stakri prýði og endaði það svo að Ástrós Eva hreppti fyrsta sætið! Innilega til hamingju með árangurinn!