Nemandi skólans fékk Íslenskuverðlaun unga fólksins

Á degi íslenskrar tungu er vaninn að veita Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík.

Sérhver grunnskóli tilnefnir nemendur til verðlaunanna. Yeabsira Tesfaye Assefa 10. HJ hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Í umsögn kennara segir m.a. að Yeabsira hafi með dugnaði og þori lært íslensku með frábærum árangri, hann sé ósérhlífinn, duglegur, jákvæður og fyrirmynd fyrir aðra nemendur.

Við óskum Yeabsira innilega til hamingju með verðlaunin.