Uppeldi til ábyrgðar - Uppbygging sjálfsaga

Í Álftamýrarskóla er uppeldistefnan Uppeldi til ábyrgðar lögð til grundvallar í skólastarfinu.

Hvað er uppeldi til ábyrgðar (e. Restitution)?

Uppeldi til ábyrgðar er hugmyndafræði, aðferð og leið til að ýta undir:

  • jákvæð samskipti
  • sjálfstjórn og sjálfsaga
  • ábyrgð á eigin orðum og gerðum
  • að læra af mistökum í samskiptum
  • að þekkja styrkleika sína

Álftamýrarskóli hóf innleiðingu stefnunnar árið 2015. Allt starfsfólk tók þátt í innleiðingunni, sótti námskeið hérlendis og erlendis, ásamt því að vinna í þróunarhópum innan skólans. Síðan þá höfum við sótt okkur fyrirlestra sem hafa verið hluti af símenntunaráætlun skólans. Allt nýtt starfsfólk fær kynningu á stefnunni og lesefni til þess að komast sem best inn í hugmyndafræðina.

Finna má upplýsingasíðu skólans fyrir kennara hér að neðan.