Skip to content

Skólasóknarkerfi

Veikindi og leyfi – skólaforðun

Foreldrar geta skráð veikindi og leyfi inn í Námfús. Ef um langt leyfi er að ræða þá skal sækja um það hér. Kennarar skrá fjarvistir nemenda í Námfús og þeir eiga að hafa góða yfirsýn yfir stöðu sinna nemenda. Ef ákveðnum viðmiðum er náð í fjarveru frá skóla eiga umsjónarkennarar að bregðast við út frá verkferlum hér að neðan. Við hér í Álftamýrinni viljum vera í góðri samvinnu við foreldra og aðstoða bæði nemendur og foreldra við að finna leiðir.

Þeir nemendur sem eru í þeim sporum að mæta ekki í skóla svo vikum og mánuðum skiptir þurfa augljóslega aðstoð. Stundum duga inngrip eða ráðleggingar frá okkur í skólanum en einnig er hægt að leita eftir hjálp hjá þjónustumiðstöðinni í hverfinu, Barnavernd Reykjavíkur og víðar. Auðvitað er best að grípa sem allra fyrst inn í og reyna strax að koma í veg fyrir að nemandi þrói með sér skólaforðun.

Það er hægt að skipta skólaforðun í þrjú stig:

  • Skammvinn skólaforðun sem oftast er hægt að vinna með og leysa með góðri samvinnu skóla, nemanda og foreldra.
  • Langvinn skólaforðun þar sem nauðsynlegt er að kalla að borðinu stuðningsaðila utan skólans t.d. þjónustumiðstöð.
  • Þriðja stigið er svo langvinn og alvarleg skólaforðun þar sem fyrri inngrip skiluðu ekki árangri. Í þessum tilfellum þarf að fá aðstoð frá t.d. Bugl eða Barnavernd.

Þegar talað er um fjarvistir er átt við fyrrgreinda skólaforðun auk leyfa til að fara t.d. í ferðir og veikindi. Veikindi geta auðveldlega tengst skólaforðun, birtingar- myndin er t.d. magaverkur eða höfuðverkur – en undirliggjandi gæti verið um að ræða andlega eða félagslega erfiðleika sem hamla skólagöngu. Ítrekuð leyfi geta einnig tengst skólaforðun t.d. þegar tilgangur ferðar er að létta lund barns eða brjóta upp neikvætt mynstur sem hefur áhrif á skólasókn.

Það hefur ítrekað komið fram í rannsóknum að miklar fjarvistir frá skóla hafa áhrif á námsframvindu barna og unglinga og geta einnig haft áhrif á líðan og virkni. Það er ljóst að fjarvistir hafa áhrif á námsframvindu nemenda. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að verulegar fjarvistir bitna sérstaklega á lestri hjá yngri nemendum en stærðfræði hjá eldri nemendum.

Við miklar fjarvistir getur myndast vítahringur, aukinn kvíði og óöryggi – nemandinn dettur úr takti við vinnuna í skólanum, það þarf að vinna upp námsefni og því miður er engin trygging fyrir því að það takist.

Síðan hefur reynslan sýnt okkur það að sami nemandinn er ár eftir ár með fjarvistir frá skóla—dagar í tugum talið. Það liggur því í augum uppi að viðvarandi miklar fjarvistir hafa verulega áhrif á nám viðkomandi nemanda, félagstengsl og jafnvel virkni í skipulögðu tómstundastarfi.

Verkferill vegna veikinda og leyfisdaga

Önnur tungumál:

Enska – English

Víetnamska

Arabíska

Spænska

Pólska

Verkferill vegna fjarvista

Önnur tungumál:

Enska – English

Víetnamska

Arabíska

Spænska

Pólska