Skip to content

Námsmat

Námsmat er fært af kennurum inn á Námfús. Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; tvisvar á ári.

Í október: Forráðamenn og nemendur hitta umsjónarkennara. Farið yfir markmið vetrarins bæði námsleg og félagsleg. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.

Við lok haustannar: Forráðamenn og nemendur hitta umsjónarkennara. Farið yfir markmið sem sett voru að hausti og staðan tekin. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir, gefnar í bókstöfum og/eða umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.

Við lok vorannar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit.

Til athugunar fyrir próf 

  • Komið vel undirbúin; góður svefn og næring skipta máli.
  • Gangið hljóðlega til stofu og komið ykkur strax fyrir.
  • Á prófstað skal vera algjört næði.
  • Nemendur hafa aðeins gögn sem þarf að nota í prófi á borðinu.
  • Ef nemendur eru uppvísir að svindli er þeim vísað út, próf er ómarktækt og haft er samband heim.