Námsmat
Námsmat er fært af kennurum inn á Námfús. Nemendur eru metnir jafnt og þétt yfir skólaárið. Nánar um námsmat má sjá í skólanámskrám námsgreina.
Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; tvisvar á ári.
Í október: Forráðamenn og nemendur hitta umsjónarkennara. Farið yfir markmið vetrarins bæði námsleg og félagsleg. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.
Við lok haustannar: Forráðamenn og nemendur hitta umsjónarkennara. Farið yfir markmið sem sett voru að hausti og staðan tekin. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir, gefnar í bókstöfum og/eða umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.
Við lok vorannar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit.