Námsmat

Formlegt námsmat fer fram við hver annaskipti; tvisvar á ári.

Í október: Forráðamenn og nemendur hitta umsjónarkennara. Farið yfir markmið vetrarins bæði námsleg og félagsleg. Til grundvallar eru umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.

Við lok haustannar: Forráðamenn og nemendur hitta umsjónarkennara. Farið yfir markmið sem sett voru að hausti og staðan tekin. Gagnkvæmar upplýsingar um félagslega og námslega stöðu nemandans. Til grundvallar eru einkunnir, gefnar í bókstöfum og/eða umsagnir allra fagkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals.

Við lok vorannar: Skriflegt námsmat, afhent nemendum við skólaslit.

Samræmd könnunarpróf
Samræmd könnunarpróf eru haldin í þremur árgöngum, 4., 7. og 10. bekk í íslensku og stærðfræði auk ensku í 9. bekk. Prófin eru haldin að hausti og þeim er ætlað að meta grundvallarkunnáttu og færni. Niðurstöður eiga að vera hjálpartæki fyrir foreldra og kennara til að koma til móts við þarfir sérhvers nemanda.

Til athugunar fyrir próf 

  • Komið vel undirbúin; góður svefn og næring skipta máli.
  • Hvorki GSM-símar, snjalltæki né önnur tæki til tónlistarspilunar eða upplýsingaöflunar eru leyfð.
  • Komið með skriffæri og önnur gögn s.s. reiknivél, reglustiku, gráðuboga og hringfara.
  • Gangið hljóðlega til stofu og komið ykkur strax fyrir.
  • Á prófstað skal vera algjört næði.
  • Nemendur hafa aðeins gögn sem þarf að nota í prófi á borðinu.
  • Ef nemendur eru uppvísir að svindli er þeim vísað út, próf er ómarktækt og haft er samband heim.