Skip to content

Leiðsagnarnám

Við í Álftamýrarskóla erum að innleiða leiðsagnarnám.

En hvað er leiðsagnarnám?

Í stuttu máli snýst leiðsagnarnám um að veita nemandanum leiðsögn sem hjálpar honum til að ná þeim markmiðum sem hann stefnir að. Markmiðin þurfa að vera vel skilgreind svo nemandinn, kennarinn og aðrir sem að náminu koma hafi sama skilning á því hvað sé til marks um að markmiðunum sé náð.

 • Leiðsagnarnám er námsmenning þar sem nemendur og kennarar hafa vaxandi hugarfar, trú á sjálfum sér og litið er svo á að allir geti tekið meiri framförum.
 • Nemendur taka þátt í undirbúningi námsins með það að markmiði að auka áhuga þeirra og eignarhald.
 • Námsfélagar eru til staðar, nemendur hjálpast að og allir geta tekið þátt í samræðum.
 • Námið er getublandað með einstaklingsmiðuðum úrræðum til að vernda sjálfsvirðingu nemenda og tryggja að allir upplifi miklar væntingar.
 • Kennarinn deilir skýrum námsmarkmiðum með nemendum.
 • Árangursviðmið eru ákveðin í samstarfi við nemendur.
 • Áhrifarík spurningatækni er notuð til að staðfesta skilning og fyrri þekkingu nemenda.
 • Stöðugar athuganir eru notaðar til að greina stöðu nemenda.
 • Dæmi um framúrskarandi verkefni/árangureru  rædd áður en nemendur vinna sín eigin verkefni.
 • Endurgjöf frá jafningjum og kennara þar sem áherslan er á framfarir, hvað sé vel gert og hvar þurfi að gera betur.
 • Sameiginleg endurgjöf frá nemendum í miðri kennslustund.
 • Í lok kennslustundar er námið dregið saman og ígrundað.