Morgunkaffi með stjórnendum

Stjórnendur skólans bjóða foreldrum nemenda í 5.-7. bekk til morgunkaffis föstudaginn 22. nóvember kl. 8:30. Foreldrar fá stutta kynningu á ýmsum verkefnum í skólastarfinu í vetur en einnig verður tími til þess að spjalla og koma með fyrirspurnir. Að lokum er tækifæri til þess að líta við á vinnusvæðum nemenda.

Vonandi komast sem flestir!

Hanna og Guðni