Listrænt ákall til náttúrunnar

Í Hafnarhúsinu er margt áhugavert að sjá á LÁN sýningunni þessa vikuna. Þar eru meðal annars þessi flottu veggspjöld sem unnin voru af nemendum Háaleitisskóla – Álftamýri, Laugalækjaskóla og Vogaskóla. Unga fólkið er svo sannarlega með puttann á púlsinum. Hér er myndmálið skýrt og áhrifamáttur grafískrar hönnunar nýttur til hins ýtrasta. Í verkefninu völdu nemendur sér málefni sem þeim fannst mikilvægt að almenningur tæki til umhugsunar. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Magnúsar Vals Pálssonar auk Guðrúnar Gísladóttur, Höllu Daggar Önnudóttur og Þorbjargar Þorvaldsdóttur.