Lestur í blóma

Lestrarsprettur haustsins var núna í október. Nemendur teiknuðu blóm sem voru ljósrituð í lit viðkomandi árganga og skráðu nemendur lestur sinn á blómin. Gluggarnir á ganginum fyrir framan bókasafnið voru skreyttir með þessum fallegu blómum.  Lestrarspretturinn gekk vel og fengu nemendur og starfsfólk kökur að þessum spretti loknum.