Lesfimi – verum dugleg að lesa

Í vikunni hafa 5, 6, og 7. bekkir tekið þátt í lesfimi, sem er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri.  Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.  Allir nemendur gerðu sitt besta og eru hvattir til að vera enn duglegri að lesa, því æfingin skapar meistarann.