Grúska – UNICEF

Vikuna 25.-29. nóvember eru nemendur unglingadeildar að vinna í hópavinnu sem tengist starfi UNICEF. Fulltrúar UNICEF komu í heimsókn á mánudaginn og sögðu okkur frá starfseminni og síðan hafa nemendur tekið við boltanum og eru þau að vinna í margvíslegum verkefnum sem tengjast þessu mikilvæga málefni. Markmið verkefnanna eru nemendalýðræði og sjálfstæð vinnubrögð á meðan þau láta gott af sér leiða.  Myndir