Skip to content

Göngum í skólann

Álftamýrarskóli tekur þátt í Göngum í skólann í september.

Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann“.
Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

Í september ár hvert eru börn hvött sérstaklega til að nýta sér virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru meðal annars að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Lesa má meira á síðunni gongumiskolann.is