Góðir gestir í tilefni af forvarnardeginum

Í tilefni af forvarnardeginum mætti borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson til okkar í heimsókn ásamt fríðu föruneyti.  Nemendur tóku mjög vel á móti honum. Hann hitti nemendur í 9. bekk sem voru í forvarnarfræðslu hjá Kjartani, fékk kynningu á Uppeldi til ábyrgðar hjá 4. bekk og skoðaði listaverk nemenda á göngum skólans.