07 maí'21

Starfsdagur á mánudaginn

Mánudaginn 10. maí verður starfsdagur í skólanum vegna Menntastefnumóts Reykjavíkurborgar. Um er að ræða uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu menntastefnu frá ársbyrjun 2019. Kennsla í næstu viku verður því á þriðjudag, miðvikudag og föstudag, en athugið að fimmtudaginn 13. maí er uppstigningardagur…

Nánar
24 mar'21

Skólinn lokaður á morgun og föstudag

Kæru foreldrar. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á miðnætti verða grunnskólar lokaðir á morgun og föstudag. Páskaleyfi hefst síðan á mánudag. Ekki er enn vitað hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska. Frístundin verður einnig lokuð fram yfir páska. Sendum ykkur nánari upplýsingar um leið og þær berast. Með von um að allt fari vel.…

Nánar
24 mar'21

Nemandi skólans vann Stóru upplestrarkeppnina

  Í gær, þriðjudaginn 23. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin með pomp og prakt þar sem nemendur skólanna úr hverfinu öttu kappi. Fulltrúar skólans voru þær Ástrós Eva og Jóhanna Kristín. Stóðu þær sig báðar með stakri prýði og endaði það svo að Ástrós Eva hreppti fyrsta sætið! Innilega til hamingju með árangurinn!

Nánar
19 mar'21

Gulur dagur og páskafrí

Næsta vika er sú síðasta fyrir páskafrí sem er frá 27. mars til og með 5. apríl. Athugið að  föstudaginn 26. mars er gulur dagur í skólanum.

Nánar
10 mar'21

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

  Í dag fór undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fram í skólanum. Tíu nemendur úr 7. bekk öttu kappi og fluttu þeir bæði textabrot og ljóð að eigin vali. Allir stóðu þeir sig með prýði og óskum við þeim til hamingju með frábæra frammistöðu. Tveir nemendur voru valdir til að keppa í hverfiskeppninni sem og einn…

Nánar
19 feb'21

Vetrarfrí 22. og 23. febrúar

Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur.  Nemendur mæti aftur í skóla- og frístundastarf miðvikudaginn 24. febrúar. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Hægt er að kynna sér allt sem í boði er fyrir börn…

Nánar
08 feb'21

Öskudagur 17. febrúar

Skv. skóladagatali Álftamýrarskóla 2020-2021 er öskudagurinn 17. febrúar „skertur dagur“ þ.e. skólinn hefst samkvæmt stundaskrá kl. 8:30 og honum lýkur kl. 10:40 hjá eldri nemendum (5.-7. bekkur og unglingar) og 11:20 hjá þeim yngri (1.-4. bekkur). Nemendur koma í búningum í skólann eða hafa þá með sér kl. 8:30. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir…

Nánar
22 jan'21

Foreldra og nemendadagur 4. febrúar

Þann 4. febrúar er foreldra og nemendadagur sem þýðir að þann dag er ekki hefðbundinn skóladagur. Foreldrar panta sér samtalstíma á Námfús og að þessu sinni er hægt að velja á milli símasamtals eða rafræns fundar á Meet. Ef valið er símasamtal er mikilvægt að skrá símanúmar á viðeigandi stað þegar samtalið er pantað. Opnað…

Nánar
03 jan'21

Skólastarf hefst aftur 5. janúar

Gleðilegt nýtt ár kæru foreldrar og nemendur Álftamýrarskóla! Athugið að á morgun, mánudaginn 4. janúar, er starfsdagur. Skóli hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar og matsalurinn opnar fyrir alla nemendur. Við hlökkum til að sjá nemendur þá.  

Nánar