Skip to content
24 jan'22

Nemandi skólans sigurvegari í Ljóðaflóði

Nú á dögunum var ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðafljóð, haldin á vegum Menntamálastofnunar og KrakkaRÚV. Skólalóðin, ljóð Þórarins Haukssonar nemanda í 4. bekk, var valið vinningsljóð yngsta stigs. Í umsögn dómnefndar segir: Í ljóðinu er áhugaverð notkun myndmáls þar sem krakkar kjaga um í frosti og minna helst á mörgæsir. Síðustu tvær ljóðlínurnar eru áhrifamiklar, víkka ljóðið út…

Nánar
21 jan'22

Breyting á skóladagatali

Athugið eftirfarandi breytingar á skóladagatali: Þann 2. febrúar verður hefðbundinn skóladagur. Foreldra- og nemendadagur (viðtöl) færist til 7. mars.

Nánar
17 des'21

Jólakveðja

Síðasti skóladagur fyrir jól er nk. mánudag, 20. desember. Skólastarf hefst síðan aftur þriðjudaginn 4. janúar.

Nánar
21 okt'21

Keramik valið hjá unglingunum okkar

Nokkrir nemendur á unglingastigi eru í keramik vali hjá frábæru listgreinakennurunum okkar, þeim Höllu Dögg og Sigríði Önnu. Verk nemendanna eru glæsileg og má sjá hér:

Nánar
19 okt'21

Skáld í skólum fyrir miðstig

Í dag komu þau Sverrir Norland og Kristín Ragna Gunnarsdóttir í heimsókn og hittu 5.-7. bekk til að kynna fyrir krökkunum bækurnar sínar. Þau fjölluðu einnig um sögugerð og létu krakkana í sameiningu  búa til sögu á staðnum sem innhélt m.a. þræl sem vildi verða leikari, ósýnilega CIA konu, nykur og fleira.

Nánar
15 okt'21

Nýútgefin læsisstefna og lestrarátakið Hryllilegur október

Október er sannkallaður lestrarmánuður í Álftamýrarskóla. Lestrarhátíðin Hryllilegur október er í fullu fjöri en þemað, eins og nafnið gefur til kynna, er hrollvekja með tengingu við hrekkjavökuna. Allir nemendur skólans byrja daginn á að lesa í 20 mínútur á dag. Að auki lesa kennarar yngsta stigs vel valdar bækur í nestislestri fyrir nemendur sína. Miðstigsnemendur…

Nánar
13 okt'21

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Álftamýrarskóli var svo lánsamur að hljóta styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að auknum áhuga á forritun og tækni meðal barna og unglinga. Í ár styrkti sjóðurinn 24 skóla um sem nam tæpum 5 milljónum króna. Álftamýrarskóli hlaut styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð 150.000…

Nánar