19 nóv'19

Jólaföndur foreldrafélagsins

ÁRLEGT JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGS HÁALEITISSKÓLA VERÐUR HALDIÐ LAUGARDAGINN 30. NÓVEMBER NÆST KOMANDI Á STARFSSTÖÐINNI Í HVASSALEITI MILLI KL. 11:00 OG 13:00. JÓLAFÖNDUR, PIPARKÖKUMÁLUN OG LAUFABRAUÐ. ENDILEGA KOMA MEÐ FJÖLNOTA ÍLÁT FYRIR PIPARKÖKUR OG LAUFABRAUÐ 10. BEKKUR MUN SJÁ UM VEITINGASÖLU OG ER ÞAÐ ÞEIRRA FJÁRÖFLUN FYRIR ÚTSKRIFTARFERÐ Í LOK SKÓLAÁRS ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR   THE ANNUAL…

Nánar
18 nóv'19

Morgunkaffi með stjórnendum

Stjórnendur skólans bjóða foreldrum nemenda í 5.-7. bekk til morgunkaffis föstudaginn 22. nóvember kl. 8:30. Foreldrar fá stutta kynningu á ýmsum verkefnum í skólastarfinu í vetur en einnig verður tími til þess að spjalla og koma með fyrirspurnir. Að lokum er tækifæri til þess að líta við á vinnusvæðum nemenda. Vonandi komast sem flestir! Hanna og Guðni

Nánar
13 nóv'19

Upplestur á sal

heimsótti okkur 8. nóvember og las úr nýrri bók sinni fyrir nemendur í 4. – 7. bekk. Bókin heitir Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna og er hún framhald bókarinnar Orri óstöðvandi sem kom út í fyrra.    

Nánar
13 nóv'19

Lestur í blóma

Lestrarsprettur haustsins var núna í október. Nemendur teiknuðu blóm sem voru ljósrituð í lit viðkomandi árganga og skráðu nemendur lestur sinn á blómin. Gluggarnir á ganginum fyrir framan bókasafnið voru skreyttir með þessum fallegu blómum.  Lestrarspretturinn gekk vel og fengu nemendur og starfsfólk kökur að þessum spretti loknum.

Nánar
12 nóv'19

Morgunkaffi með stjórnendum

Stjórnendur skólans bjóða foreldrum nemenda í 2. -4. bekk til morgunkaffis föstudaginn 15. nóvember kl. 8:30. Foreldrar fá stutta kynningu á ýmsum verkefnum í skólastarfinu í vetur en einnig verður tími til þess að spjalla og koma með fyrirspurnir. Að lokum er tækifæri til þess að líta við á vinnusvæðum nemenda. Vonandi komast sem flestir! Hanna…

Nánar
07 nóv'19

Hvað er í gangi hjá börnunum okkar? – Kynning á niðurstöðum Rannsóknar og greiningar fyrir Háaleitisskóla

  Þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 19:30 verður haldin kynning á vegum skólastjórnenda og Foreldrafélags Háaleitisskóla þar sem niðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar fyrir Háaleitisskóla verða kynntar og rýnt í niðurstöðurnar. Fundurinn er haldinn í Háaleitisskóla, Álftamýri. Könnunin var framkvæmd í febrúar 2019 meðal nemenda 5.-10. bekkjar í öllum skólum landsins en þar er hegðun…

Nánar
06 nóv'19

Gjöf frá nemendum til nemenda

Fjórir nemendur úr 7. bekk afhentu í dag 4. bekk stærðfræðispil sem þeir bjuggu til.  Max Emil, Gunnar Þór, Benedikta Björk og Helgi Hafsteinn hönnuðu spilið í stærðfræðitímum síðastliðið vor. Í spilinu eru reikniaðgerðirnar fjórar þjálfaðar þ.e. samlagning, frádráttur, margföldun og deiling. Kennarar 4. bekkja voru glaðir með gjöfina og mun spilið nýtast vel þar.

Nánar
31 okt'19

Morgunkaffi í 1. bekk

Stjórnendur skólans bjóða foreldrum og forráðamönnum nemenda í 1. bekk til morgunkaffis föstudaginn 1. nóvember kl. 8:30. Boðið verður upp á fræðslu frá Miðju máls og læsis og spjallað um ýmsa þætti skólastarfsins. Að lokum fá foreldrar tækifæri til þess að líta við á vinnusvæðum nemenda. Vonandi komast sem flestir!

Nánar
21 okt'19

Vetrarleyfi 24. – 28. okt.

Vetrarleyfi verður dagana 24. – 28. okt.  Frístundaheimilið Álftabær verður einnig lokað þessa dag. Hér má sjá dagskrá Frístundaheimilisins Kringlumýri.

Nánar