16 sep'19

Nemendur hanna húsgögn

7 LG hannar og saumar húsgögn fyrir lestrarkrók í stofunni sinni. Verkefnið er hóp verkefni. Notast er við verðlausefni sem nemendur hafa sjálfir komið með í skólann.

Nánar
16 sep'19

Vettvangsferð í Vatnsmýrina

Sjöttu bekkir fóru í vettvangsferð í Vatnsmýrina í september. Þeir skoðuðu vatnasvæðið og lífríki þess um leið og þeir fræddust um manngert umhverfið og samspil manns og náttúru.  Myndir  

Nánar
12 sep'19

Lesfimi – verum dugleg að lesa

Í vikunni hafa 5, 6, og 7. bekkir tekið þátt í lesfimi, sem er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri.  Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.  Allir nemendur gerðu sitt besta og eru hvattir…

Nánar
10 ágú'19

Upplýsingar um skólasetningu í Álftamýri

Móttaka nýrra nemenda (fyrir utan 1. bekk) verður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 11. Skólasetningar og haustkynningar fyrir foreldra  verða þann 22. ágúst. Unglingastig (8.-10. bekkur) kl. 9:00-10:00 Yngstastig (2.-4. bekkur) kl. 10:00-11:30 Miðstig (5.-7. bekkur) kl. 12:00-13:30 Skólasetning hefst á sal.

Nánar
06 jún'19

Útskrift í 10. bekk

Í gær 5. júní útskrifuðum við okkar frábæra 10. bekk. Við erum stolt af þessum flottu nemendum og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni.

Nánar
05 jún'19

Vordagar – skólaslit

Á skóladagatali eru vordagar merktir sem skertir dagar þ.e. að nemendur eru ekki fullan skóladag. Í ár hefjast vordagar kl. 9:00 og standa til 12:00. Nemendur taka með sér nesti en eru ekki í hádegismat. Kennarar munu senda út frekara skipulag fyrir vordagana í föstudagspósti, einhverjir hópar gætu orðið lengur en til 12:00. Kennarar láta…

Nánar