03 apr'20

Gleðilega páska – skipulag til 1. maí

Á mánudaginn hefst páskafrí í skólanum og stendur það til 14./15. apríl, allt eftir því hvenær hópar nemenda eiga að mæta. Samkomubannið mun gilda til 4. maí og því verður áframhaldandi skerðing á skólastarfi. Foreldarar hafa fengið tölvupóst með skipulagi skólastarfsins eftir páskafrí, það skipulag gildir til 1. maí. Gleðilega páska!

Nánar
16 mar'20

Skipulag skólastarfs í samkomubanni – gildir fyrir vikuna 17.-20. mars 2020

1. og 2. bekkur Þessir hópar mæta á þriðjudag og fimmtudag 1. MH og 2. ÁS MH (8:30-13:30) Mæting kl. 8:30 (aðalinngangur), fara heim eða í frístund kl. 13:30. ÁS (8:40-13:40) Mæting kl. 8:40 (inngangur um stigagang við stofur), fara heim eða í frístund kl. 13:40.   Þessir hópar mæta á miðvikudag og föstudag 1.…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur á mánudaginn

Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir.…

Nánar
06 mar'20

Áhrif boðaðs verkfalls

Búið er að senda póst á foreldra þar sem farið er yfir áhrif boðaðs verkfalls Sameykis. Það hefst mánudaginn 9. mars ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Verkfallið mun hafa veruleg áhrif á skólastarfið. Skipulag verkfallsdaganna var einnig sent í pósti á foreldra í dag. Við vonum auðvitað að samningar náist um helgina…

Nánar
04 mar'20

Stóra upplestrarkeppnin – okkar fulltrúar

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Álftamýrinni í morgun. Hér er hópurinn sem mun taka þátt fyrir hönd skólans ásamt fulltrúa dómnefndar Dofra Hermannssyni. Gunnar Þór Davíðsson Arnþrúður Karen Viktorsdóttir Hekla Björt Haraldsdóttir

Nánar
01 mar'20

Upplýsingar til foreldra/Information for parents / guardians/Informacje dla rodziców/opiekunów/Informacje dla rodziców/opiekunów

Ágætu foreldrar / forráðamenn. Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is<http://www.landlaeknir.is> Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem…

Nánar
21 feb'20

Öskudagur og vetrarleyfi

Skv. skóladagatali Háaleitisskóla 2019-2020 er öskudagurinn 26. febrúar „skertur dagur“ þ.e. skólinn hefst samkvæmt stundaskrá og honum lýkur kl. 10:40 hjá eldri nemendum (5.-7. bekkur og unglingar) og kl. 11:30 hjá þeim yngri (1.-4. bekkur). Skipulag öskudagsins er í stórum dráttur á þessa leið: Nemendur koma í búningum í skólann eða hafa þá með sér.…

Nánar
13 feb'20

Veður viðvaranir fyrir morgundaginn, föstudag 14. febrúar 

Aftakaveður á morgun – fólk hvatt til að halda sig heima Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.…

Nánar
31 jan'20

Foreldra- og nemendadagur á þriðjudag

Þriðjudaginn 4. febrúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum til viðtals við umsjónarkennara. Foreldarar panta viðtöl á Námfús. Sérgreinakennarar verða einnig í húsi og er hægt að líta við hjá þeim í þeirra kennslustofum. Kíkið endilega yfir alla óskilamunina við aðalinngang skólans, þar má finna eitt og annað sem gleymst…

Nánar