Foreldraviðtöl 14. október

Skv. skóladagatali er foreldra- og nemendadagur miðvikudaginn 14. október og því ekki skóli þann daginn. Vegna ástandsins í samfélaginu bjóðum við nú eingöngu upp á símaviðtöl foreldra og umsjónarkennara.

Umsjónarkennarar setja upp tímasetningar á Námfús undir flísinni FORELDRAFUNDIR, þar geta foreldrar skráð sig á símatíma sem hentar og skráð í athugasemdir það símanúmer sem kennarinn hringir í.

Lokað er fyrir skráningar mánudaginn 12. okt. kl. 14:00.