Foreldra- og nemendadagur á þriðjudag

Þriðjudaginn 4. febrúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum til viðtals við umsjónarkennara. Foreldarar panta viðtöl á Námfús.

Sérgreinakennarar verða einnig í húsi og er hægt að líta við hjá þeim í þeirra kennslustofum.

Kíkið endilega yfir alla óskilamunina við aðalinngang skólans, þar má finna eitt og annað sem gleymst hefur í vetur.