Foreldra og nemendadagur 4. febrúar

Þann 4. febrúar er foreldra og nemendadagur sem þýðir að þann dag er ekki hefðbundinn skóladagur. Foreldrar panta sér samtalstíma á Námfús og að þessu sinni er hægt að velja á milli símasamtals eða rafræns fundar á Meet.

Ef valið er símasamtal er mikilvægt að skrá símanúmar á viðeigandi stað þegar samtalið er pantað.

Opnað verður fyrir skráningar í samtölin þriðjudaginn 26. janúar kl. 10:00 en lokað verður fyrir skráningar sunnudaginn 31. janúar.

Hér er slóð með frekari leiðbeiningum hvernig tekið er þátt í rafrænu viðtali (á íslensku, ensku, arabísku og kúrdísku, pólsku, spænsku, vietnömsku, filippseysku). Ef þið notið tölvu þá getið þið notað hvaða tölvupóstfang sem er, en ef þið notið síma þurfið þið að vera með Gmail aðgang. Mikilvægt er að kynna sér eftirfarandi leiðbeiningar vel:

https://docs.google.com/document/d/1T_8mgB_xz5Q4e4ldcdGKwNRTr1ViTvveW8rKQLv_qNE/edit?usp=sharing

Athugið að það er starfsdagur í skólanum þriðjudaginn 26. janúar og þá er ekki skóli hjá nemendum.