Skip to content

Eftirréttakeppni grunnskólanna

Eftirréttakeppni grunnskólanna var haldin þann 16.11.22 að Stórhöfða 35. Að keppninni stóð Klúbbur matreiðslumeistara og Iðan fræðslusetur. Markmið keppninnar var að kynna nemendum í efstu bekkjum grunnskóla matreiðslu og matreiðslufaginu í gegnum keppni. Verkefnið í keppninni var að hanna og matreiða þrjá eftirrétti og aðalhráefnin voru:1. Skyr.2. Hveiti og egg, bakaður.3. Súkkulaði.Átta skólar tóku þátt og Álftamýrarskóli þar á meðal. Keppendur frá Álftamýrarskóla voru:Benedikta ÞrastardóttirElmar Ricart AndrasonGunnar Þór DavíðssonKristófer Birgisson.Undirbúningur er búinn að eiga sér stað síðan í haust, 12 nemendur skráðu sig í valið „Matreiðslukeppni grunnskólanna“. Á endanum stóðu þessi 4 eftir sem keppnislið og þessir eftirréttir urðu fyrir valinu:1. Skyr eftirréttur (bakaður)2. Skyr mús á Oreo/Hraunkurli í súkkulaðiskál (skyr aðalhráefni)
3. Brúnkur úr rjómasúkkulaði og með lakkrískurli (súkkulaði aðalhráefni)

Nemendur okkar stóðu sig með prýði og við erum afar stolt af þeim. Eins erum við þakklát fyrir framtakssemi Jens heimilisfræðikennara og aðstoð Ingu kokks sem stóðu þétt við bakið á krökkunum okkar.