Uncategorized

23 ágú'20

Skólasetningu frestað til 7. september

Kæru foreldrar og forráðamenn. Komið hefur upp Covid-19 smit hjá starfsmanni Álftamýrarskóla og starfsmenn skólans þurfa að fara í sóttkví til 4. september. Vegna þessa hefur verið ákveðið í samráði við smitrakningateymi Almannavarna og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að skólasetningu verður frestað til mánudagsins 7. september. Dear parents One employee of our school „Álftamýrarskóli“ has…

Nánar
03 jún'20

Listrænt ákall til náttúrunnar

Í Hafnarhúsinu er margt áhugavert að sjá á LÁN sýningunni þessa vikuna. Þar eru meðal annars þessi flottu veggspjöld sem unnin voru af nemendum Háaleitisskóla – Álftamýri, Laugalækjaskóla og Vogaskóla. Unga fólkið er svo sannarlega með puttann á púlsinum. Hér er myndmálið skýrt og áhrifamáttur grafískrar hönnunar nýttur til hins ýtrasta. Í verkefninu völdu nemendur…

Nánar
20 maí'20

Uppstigningardagur og starfsdagur

Á morgun er uppstigningardagur og á föstudaginn er starfsdagur í skólanum. Nemendur mæta því næst í skólann þann 25. maí. Njótið helgarinnar!

Nánar
03 apr'20

Gleðilega páska – skipulag til 1. maí

Á mánudaginn hefst páskafrí í skólanum og stendur það til 14./15. apríl, allt eftir því hvenær hópar nemenda eiga að mæta. Samkomubannið mun gilda til 4. maí og því verður áframhaldandi skerðing á skólastarfi. Foreldarar hafa fengið tölvupóst með skipulagi skólastarfsins eftir páskafrí, það skipulag gildir til 1. maí. Gleðilega páska!

Nánar
21 feb'20

Öskudagur og vetrarleyfi

Skv. skóladagatali Háaleitisskóla 2019-2020 er öskudagurinn 26. febrúar „skertur dagur“ þ.e. skólinn hefst samkvæmt stundaskrá og honum lýkur kl. 10:40 hjá eldri nemendum (5.-7. bekkur og unglingar) og kl. 11:30 hjá þeim yngri (1.-4. bekkur). Skipulag öskudagsins er í stórum dráttur á þessa leið: Nemendur koma í búningum í skólann eða hafa þá með sér.…

Nánar
13 feb'20

Veður viðvaranir fyrir morgundaginn, föstudag 14. febrúar 

Aftakaveður á morgun – fólk hvatt til að halda sig heima Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.…

Nánar
31 jan'20

Foreldra- og nemendadagur á þriðjudag

Þriðjudaginn 4. febrúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum til viðtals við umsjónarkennara. Foreldarar panta viðtöl á Námfús. Sérgreinakennarar verða einnig í húsi og er hægt að líta við hjá þeim í þeirra kennslustofum. Kíkið endilega yfir alla óskilamunina við aðalinngang skólans, þar má finna eitt og annað sem gleymst…

Nánar
29 nóv'19

Jólaföndur, laugardaginn 30, nóv. kl. 11

ÁRLEGT JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGS HÁALEITISSKÓLA VERÐUR HALDIÐ LAUGARDAGINN 30. NÓVEMBER NÆST KOMANDI Á STARFSSTÖÐINNI Í HVASSALEITI MILLI KL. 11:00 OG 13:00. JÓLAFÖNDUR, PIPARKÖKUMÁLUN OG LAUFABRAUÐ. ENDILEGA KOMA MEÐ FJÖLNOTA ÍLÁT FYRIR PIPARKÖKUR OG LAUFABRAUÐ BEKKUR MUN SJÁ UM VEITINGASÖLU OG ER ÞAÐ ÞEIRRA FJÁRÖFLUN FYRIR ÚTSKRIFTARFERÐ Í LOK SKÓLAÁRS ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR   THE ANNUAL CHRISTMAS CARFTING WILL BE HELD IN…

Nánar
26 nóv'19

Grúska – UNICEF

Vikuna 25.-29. nóvember eru nemendur unglingadeildar að vinna í hópavinnu sem tengist starfi UNICEF. Fulltrúar UNICEF komu í heimsókn á mánudaginn og sögðu okkur frá starfseminni og síðan hafa nemendur tekið við boltanum og eru þau að vinna í margvíslegum verkefnum sem tengjast þessu mikilvæga málefni. Markmið verkefnanna eru nemendalýðræði og sjálfstæð vinnubrögð á meðan…

Nánar