Fréttir

15 okt'21

Nýútgefin læsisstefna og lestrarátakið Hryllilegur október

Október er sannkallaður lestrarmánuður í Álftamýrarskóla. Lestrarhátíðin Hryllilegur október er í fullu fjöri en þemað, eins og nafnið gefur til kynna, er hrollvekja með tengingu við hrekkjavökuna. Allir nemendur skólans byrja daginn á að lesa í 20 mínútur á dag. Að auki lesa kennarar yngsta stigs vel valdar bækur í nestislestri fyrir nemendur sína. Miðstigsnemendur…

Nánar
01 okt'21

Starfsdagur á mánudag – foreldraviðtöl 12. október

Mánudaginn 4. október er starfsdagur í skólanum og nemendur mæta ekki í skólann. Fimmtudaginn 12 október er foreldra- og nemendadagur en þá mæta foreldrar og nemendur til samtals við umsjónarkennara. Hægt verður að panta tíma í samtalið á Námfús frá 6. okt.-10. okt.

Nánar
23 sep'21

Út að leika valið í Viðey

Valið Út að leika skellti sér í Viðey í gær. Veðurguðirnir voru greinilega hliðhollir þeim þar sem góða veðrið mætti rétt á meðan þau voru í eynni.

Nánar
21 sep'21

Nýr skólakór Álftamýrarskóla

Nýstofnaður skólakór Álftamýrarskóla var með æfingu í dag. Kórsöngurinn hljómaði vel og verður gaman að fylgjast með því hvernig þessi skemmtilega tilraun mun ganga. Marie og Guðrún Birna halda úti kórstarfinu í samstarfi við frístundaheimilið. Kórinn er fyrir nemendur í 1. og 4. bekk.

Nánar
17 ágú'21

Skólasetning

Nú er komið að skólabyrjun og enn setur Covid okkur ákveðnar skorður. Við viljum fara mjög varlega á fyrstu vikunum og gera allt sem við getum til þess að forðast smit og sóttkví. Til þess að gæta vel að okkur öllum ætlum við að hafa skólasetninguna án foreldra að þessu sinni en vonum að við…

Nánar
24 mar'21

Skólinn lokaður á morgun og föstudag

Kæru foreldrar. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á miðnætti verða grunnskólar lokaðir á morgun og föstudag. Páskaleyfi hefst síðan á mánudag. Ekki er enn vitað hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska. Frístundin verður einnig lokuð fram yfir páska. Sendum ykkur nánari upplýsingar um leið og þær berast. Með von um að allt fari vel.…

Nánar
24 mar'21

Nemandi skólans vann Stóru upplestrarkeppnina

  Í gær, þriðjudaginn 23. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin með pomp og prakt þar sem nemendur skólanna úr hverfinu öttu kappi. Fulltrúar skólans voru þær Ástrós Eva og Jóhanna Kristín. Stóðu þær sig báðar með stakri prýði og endaði það svo að Ástrós Eva hreppti fyrsta sætið! Innilega til hamingju með árangurinn!

Nánar
19 mar'21

Gulur dagur og páskafrí

Næsta vika er sú síðasta fyrir páskafrí sem er frá 27. mars til og með 5. apríl. Athugið að  föstudaginn 26. mars er gulur dagur í skólanum.

Nánar