Breytt fyrirkomulag skólastarfs

Til þess að uppfylla kröfur nýrrar reglugerðar um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þurfum við að gera ákveðnar tilfæringar á skólastarfinu.

 

1. og 2. bekkur mætir skv. þessu:

1. bekkur mæti inn um aðalinngang  kl. 8:30

2. bekkur mætir inn um austur stigagang við bekkjastofur kl. 8:40

Hádegismatur hjá 1. bekk er kl. 11:30-11:50 og hjá 2. bekk kl. 11:50-12:10.

Nemendur eru ekki skyldugir til þess að bera andlitsgrímur.

50 nemendur mega hittast á sama svæði t.d. í matsal.

Í frímínútum er skólalóð er skipt upp í ákveðin svæði sem tilheyra ákveðnum hópum.

Frístund tekur við nemendum eftir skóla.

 

3.- 4. bekkur mætir skv. þessu:

3. bekkur mætir inn um vestur inngang kl. 8:30

4. bekkur mætir inn um vestur stigagang kl. 8:40

Hádegismatur hjá 3. bekk er kl. 12:10-12:30 og hjá 4. bekk kl. 12:30-12:50.

Nemendur eru ekki skyldugir til þess að bera grímur.

50 nemendur mega hittast á sama svæði t.d. í matsal.

Í frímínútum er skólalóð er skipt upp í ákveðin svæði sem tilheyra ákveðnum hópum.

Frístund tekur við nemendum eftir skóla.

 

5.-6. bekkur mætir skv. þessu:

5. SS mætir inn um miðju stigaganginn kl. 8:30

5. ÞP mætir inn um miðju stigaganginn kl. 8:40

 

6. RE mætir inn um miðju stigaganginn kl. 8:50

6. HB mætir inn um miðju stigaganginn kl. 9:00

Nemendur í 5. og 6. bekk þurfa að taka með sér hádegisnesti sem snætt er í bekkjastofum.

 

7. bekkur mætir skv. þessu:

7. SIS mætir inn um 7. bekkja innganginn kl. 8:30

7. GÁJ mætir inn um 7. bekkja innganginn kl. 8:40

Nemendur í 7. bekk þurfa að taka með sér hádegisnesti sem snætt er í bekkjastofum.

Foreldar í 5.-7. bekk greiða ekki fyrir mataráskrift þessa daga.

 

Úr reglugerð:

„Um nemendur í 5.–10. bekk gildir 2 metra nálægðartakmörkun en ef víkja þarf frá henni ber nemendum að nota grímu. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 5.–10. bekk í hverju rými.  Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu.“

Allir nemendur í 5. og 7. bekk eiga að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörg. Þeir nemendur sem ekki eiga margnota grímur fá grímur í skólanum.

List- og verkgreinar falla niður í þeirri mynd sem venja er þar sem list- og verkgreina stofur eru á mörgum svæðum og við erum ekki að fara á milli svæða með nemendahópa.

 Kennarar í unglingadeild hafa þegar sent póst á foreldra.

Íþróttakennsla verður áfram úti og hreyfistund í sundtímum.

Lagt er til að allir nemendahópar fái hreyfistund daglega.

Allir starfsmenn skólans bera andlitsgrímur og fara ekki á milli svæða.

Við fylgjum í einu og öllu því sem reglugerðin kveður á um og vonum að með því séum við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks sem allra best.

 Þetta skipulag gildir til 17. nóvember.