Áhrif boðaðs verkfalls

Búið er að senda póst á foreldra þar sem farið er yfir áhrif boðaðs verkfalls Sameykis. Það hefst mánudaginn 9. mars ef ekki næst að semja fyrir þann tíma.

Verkfallið mun hafa veruleg áhrif á skólastarfið. Skipulag verkfallsdaganna var einnig sent í pósti á foreldra í dag.

Við vonum auðvitað að samningar náist um helgina en ef ekki þá verður skóladagur flestra nemenda skertur frá og með mánudegi.