10. bekkur í Þórsmörk

Löng hefð er fyrir því að 10. bekkingar Álftamýrarskóla heimsæki Þórsmörk. Ferðin í ár var vel heppnuð í alla staði veðrið var gott, stillt og nokkuð hlýtt, nemendur stilltir og góðir og haustlitirnir í kjarrinu, mörkinni, aldrei verið fallegri. Þessi ferð verður ekki farin nema foreldrar styrki framtakið og þökkum við þeim fyrir. Einn pabbi úr foreldrahópnum fór með og er alltaf styrkur að því. Hanna skólastjóri á líka þakkir skyldar fyrir að styrkja þessa ferð nú sem endranær. Þórsmörk er náttúruperla sem gaman er að segjast hafa heimsótt og enn betra að segja að sú heimsókn hafi verið farin með bekkjarfélögunum á lokaári grunnskólagöngunnar.  Myndir