Skip to content

Velkomin í Álftamýrarskóla

Velkomin í Álftamýrarskóla

Sumarfrí – Lokun skrifstofu

8. júní, 2022

Gleðilegt sumarfrí kæru nemendur, foreldrar/forsjáraðilar og velunnarar. Við þökkum fyrir veturinn og vonum að þið njótið sumarsins. Skrifstofan verður lokuð frá og með 16. júní og opnar aftur 9. ágúst. Skólasetning í haust er mánudaginn 22. ágúst.

Nánar

Lokaverkefni 10. bekkjar

7. júní, 2022

10. bekkingar kynntu fjölbreytt lokaverkefni sín með glæsibrag í liðinni viku fyrir stolta foreldra, starfsfólk skólans og samnemendur. Kynningin var tvíþætt, fyrst flutningur fyrir framan fjölda fólks og síðan voru nemendur með bása þar sem hægt var að rýna betur í verkefnin.  Þemað þetta árið var nýsköpun, tækni og hönnun. Um er að ræða þriggja…

Nánar

Veiðiferð

23. maí, 2022

Fluguveiðivalið fór að veiða í Elliðavatni og Helluvatni um daginn. Virkilega skemmtileg ferð hjá þessu frábæra vali.

Nánar

Skóladagatal

09 ágú 2022
  • Skrifstofa skólans opnar eftir sumarfrí

    Skrifstofa skólans opnar eftir sumarfrí
15 ágú 2022
  • Starfsdagur

    Starfsdagur
16 ágú 2022
  • Starfsdagur

    Starfsdagur
IMG_1395

Velkomin á heimasíðu

Álftamýrarskóla

Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa 420 nemendur í 1.-10. bekk og um 60 starfsmenn.

Í Álftamýrarskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun.

Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn nemandi fái nám við sitt hæfi.

Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra en það samstarf er lykillinn að farsælu skólastarfi og velgengni nemenda.

Við byggjum uppeldisstefnu okkar á uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar en hægt er að finna nánari upplýsingar um hana hér á heimasíðunni.