Fréttir
Starfsdagur og foreldraviðtöl í næstu viku
Mánudaginn 30. janúar er starfsdagur og nemendur mæta því ekki í skólann. Miðvikudaginn 1. febrúar er foreldra- og nemendadagur þar sem nemendur mæta með foreldrum/forsjáraðilum á þeim tíma sem var pantaður í Námfús. Lokadagur fyrir pantanir í viðtöl er í dag.
NánarSkólapenninn: Laugarvatn hjá 9. bekk í október
Í fréttaliðnum Skólapenninn taka nemendurnir við hlutverki fréttamanna og skrifa fregnir úr skólastarfinu. Í þetta skiptið eru það nemendur úr 9. bekk. Fréttamenn: Elmar og Ástrós fyrir hönd 9. bekkjar. Laugarvatn: Mánudaginn 10. október 2022 var brottför frá Álftamýrarskóla þar sem 9. bekkir fóru ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni ásamt Varmahlíðarskóla, Grunnskólanum Austan Vatna og Grunnskóla Snæfellsbæjar.…
NánarMyndljóð nemenda á unglingastigi
Hér má sjá glæsileg ljóðaverkefni í íslensku sem nemendur unglingadeildar unnu í Smiðju í janúar 2023.
NánarSkóladagatal
- 30 jan 2023
-
-
- 01 feb 2023
-
-
- 07 feb 2023
-
-

Velkomin á heimasíðu
Álftamýrarskóla
Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 60 starfsmenn.
Í Álftamýrarskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun.
Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn nemandi fái nám við sitt hæfi.
Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra en það samstarf er lykillinn að farsælu skólastarfi og velgengni nemenda.
Við byggjum uppeldisstefnu okkar á uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar en hægt er að finna nánari upplýsingar um hana hér á heimasíðunni.