Skip to content

Velkomin í Álftamýrarskóla

Velkomin í Álftamýrarskóla

Aðventuhátíð

1. desember, 2022

Fyrri dagur hinnar árlegu aðventuhátíðar var í dag. Aðventuhátíðin er útikennsluhátíð þar sem við vinnum í myrkrinu frá kl. 8:30 til 10:00 og nýtum þann ævintýraljóma sem myrkrið gefur okkur.  Nemendum er skipt í hópa þvert á aldur eru þeir elstu hópstjórar. Nemendur fara milli stöðva sem voru meðal annars kubbur, dans, söngleikir, eldstöð með…

Nánar

Skólapenninn: Skólaslit 2

23. nóvember, 2022

Í fréttaliðnum Skólapenninn taka nemendurnir við hlutverki fréttamanna og skrifa fregnir úr skólastarfinu. Í þetta skiptið eru það nemendur úr 6.IR. Fréttamenn: Jóhanna, Agnes og Tinna.  Skólaslit 2 dauðviðvörun Við í 6.IR tókum þátt í keppni hjá Ævari vísindamanni sem var þannig að maður sendi inn hvað maður myndi gera ef hópur uppvakninga myndi koma inn…

Nánar

Íslenskuverðlaun unga fólksins

17. nóvember, 2022

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent í Norðurljósasal Hörpu 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu við hátíðlega athöfn. Það var Vigdís Finnbogadóttir sem sá um afhendinguna en fulltrúi Álftamýrarskóla, Bjartur Haralds, hlaut verðlaunin fyrir einstakan áhuga á bókmenntum og framúrskarandi árangur í ritun og tjáningu. Innilega til hamingju, Bjartur!

Nánar

Skóladagatal

20 des 2022
  • Jólaskemmtanir

    Jólaskemmtanir
21 des 2022
  • Jólafrí

    Jólafrí
22 des 2022
  • Jólafrí

    Jólafrí
IMG_1395

Velkomin á heimasíðu

Álftamýrarskóla

Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 60 starfsmenn.

Í Álftamýrarskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun.

Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn nemandi fái nám við sitt hæfi.

Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra en það samstarf er lykillinn að farsælu skólastarfi og velgengni nemenda.

Við byggjum uppeldisstefnu okkar á uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar en hægt er að finna nánari upplýsingar um hana hér á heimasíðunni.